Í dulargervi á lestarstöðinni

Aguilera og Fallon á lestarstöðinni.
Aguilera og Fallon á lestarstöðinni. skjáskot/YouTube

Söngkonan Christina Aguilera var gestur í þætti Jimmy Fallon á fimmtudagskvöldið. Í þættinum var sýnt frá því þegar þau dulbjuggu sig og sungu og spiluðu á lestarstöð í New York. Dulargervin náðu þó ekki sínu markmiði og þekktu gestir og gangandi rödd Aguilera eins og skot. Þau tóku lagið Think eftir Aretha Franklin og skelltu svo í lag eftir Aguilera, Fighter. 

mbl.is