Kærastan ólétt þegar XXXTentacion var myrtur

XXXTentacion lést á mánudaginn.
XXXTentacion lést á mánudaginn. AFP

Banda­ríski rapp­ar­inn XXXTentacion var skot­inn til bana í bíl sín­um á mánudag. Jah­seh Dwayne On­froy, eins og rapparinn hét réttu nafni, átti von á barni þegar hann lést. 

Móðir rapparans birti sónarmynd á Instagram og skrifaði að hann hefði gefið þeim eina lokagjöf. Heimildamaður People segir að kærasta XXXTentacion sé ólétt en ekki er ljóst hvort rapparinn hafi vitað af því að hann ætti von á barni þegar hann lést.

Í gær var maður handtekinn grunaður um að hafa skotið rapparann og í kjölfarið ákærður fyrir manndráp. 

He left us a final gift.

A post shared by @ cleo_ohsojazzy on Jun 21, 2018 at 1:55pm PDT

mbl.is