Lét senda eftir skartgrip í fæðingunni

Brooke Shields.
Brooke Shields. AFP

Bandaríska leikkonan Brooke Shields sagði InStyle söguna á bak við þann skartgrip sem er í mestu uppáhaldi hjá henni. Skartgripurinn hefur reyndar svo mikla þýðingu fyrir hana að hún lét systur sína koma með hann þegar hún var að fæða sitt fyrsta barn árið 2003. 

Shields upplýsir að faðir hennar hafi alltaf gengið með hring sem móðir hans gaf honum en Shields segir móður hans og ömmu sína hafa verið prinsessu á Ítalíu. Móðir hans hafi dáið ung og hringurinn verið tenging hans við móðurættina. 

Faðir Shields dó þegar hún var við það að fæða fyrsta barn sitt. „Þegar ég fór af stað nokkrum vikum síðar bað ég stjúpsystur mína að koma með hringinn hans pabba á spítalann til mín. Það var enn sápa inni í honum síðan hann var með hann síðast. Ég mátti ekki setja hann á fingur mér þar sem ég var að fara í aðgerð en yndislegur hjúkrunarfræðingur fann keðju svo ég gat haft hann um háls mér,“ lýsti Shields. 

Brooke Shields.
Brooke Shields. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes