Joe Fraizer hætti í KBE út af stolnum takti

Joe Fraizer og Herra Hnetusmjör hafa lokið samstarfi sínu í …
Joe Fraizer og Herra Hnetusmjör hafa lokið samstarfi sínu í bili. skjáskot/Instagram/@johannfraizer

Rapparinn og taktsmiðurinn Joe Fraizer hætti fyrir nokkrum vikum í rapphópnum KBE. Málið fékk ekki mikla athygli á sínum tíma en í ljós hefur komið að hann hætti vegna stolins takts. Takturinn sem umræðir má heyra í lagi Herra Hnetusmjörs, Labbilabb. Takturinn er einnig í laginu „Bring it down, Pick it up“ með Oh boy Prince sem kom út árið 2016.

Joe Fraizer sagði í viðtali við Vísi að takturinn hafi óvart ratað inn á borð við gerð á plötu Herra Hnetusmjörs, KÓP BOI. Hann segist hafa heyrt taktinn fyrst árið 2015 og ákveðið að endurgera hann með betri trommum, síðar hafi takturinn verið keyptur og notaður í öðru lagi án hans vitundar. Við gerð plötunnar hafi þeir svo fundið taktinn í gamalli möppu í tölvunni og ákveðið að nota hann. Hann tekur fulla ábyrgð á mistökunum. 

Fraizer og Herra Hnetusmjör hafa unnið saman í um fjögur ár og gefið út tvær plötur í fullri lengd, ásamt smáskífu. KBE hópurinn samanstendur af nokkrum listamönnunum og útsetjurum. Ásamt Herra Hnetursmjör eru Huginn, Birnir, Egill Spegill, Þormóður og Arnór Gíslason í KBE.

Herra Hnetusmjör segir í viðtali við Vísi að málið líti illa út fyrir þá, en um mistök hafi verið að ræða og að Joe Frazer axli fulla ábyrgð á mistökum sínum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes