Frikki Dór steggjaður með stæl

Friðrik Dór stekkur í höfnina í Hafnarfirði.
Friðrik Dór stekkur í höfnina í Hafnarfirði. skjáskot/Instagram

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson var steggjaður af vinum sínum í gær. Brúðkaupið verður á Ítalíu seinna í sumar þar sem þau Lísa Hafliðadóttir ganga í það heilaga. Dagskráin var ekki af verri endanum og hófst í hádeginu í gær og stóð fram á kvöld.

Steggjunin hófst á skemmtun við Pyslubarinn í Hafnarfirði þar sem Gunni og Felix kynntu Frikka Dór til leiks. Hann kom fram í Haukabúningi og söng meðal annars stuðningsmannalag Hauka. Eins og margir vita kannski er Frikki Dór gallharður stuðningsmaður FH. 

skjáskot/Instagram

Því næst stökk Friðrik í sjóinn í skærbleikri sundskýlu. Í kjölfarið bankaði hann svo upp á hjá Björgvini Halldórssyni og fékk að pissa. Þá fóru vinir hans einnig með hann á bát og var Frikki dreginn á eftir bátnum á miklum hraða. Síðan var förinni heitið niður í bæ þar sem Auðunn Blöndal stjórnaði Frikka niðri á götunni, líkt og Auðunn gerði í þáttunum vinsælu 70 mínútur. 

skjáskot/Instagram

Steggjuninni lauk svo á heimili Jóns Jónssonar þar sem Frikki Dór tók nokkur lög með Herra Hnetusmjöri og Emmsjé Gauta.

Meðal þeirra sem steggjuðu Friðrik Dór eru Jón Jónsson, bróðir hans, Benedikt Valsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Eyjólfur Óli Eyjólfsson, Þorkell Máni Pétursson, Boði Logason og fleiri vinir hans. 

Herra Hnetusmjör mættur til leiks.
Herra Hnetusmjör mættur til leiks. skjáskot/Instagrammbl.is