„Þetta er ekki sú Meghan sem ég man eftir“

Meghan Markle og Harry Bretaprins buðu ekki systkinum Meghan í …
Meghan Markle og Harry Bretaprins buðu ekki systkinum Meghan í brúðkaupið. AFP

Fjölskylda Meghan Markle hertogaynju af Sussex hættir ekki að gagnrýna hana í fjölmiðlum. Bróðir hennar, Thomas Markle yngri sagði í viðtali við Daily Mail að „þetta sé ekki sú Meghan sem hann man eftir.“ 

„Meghan sem ég man eftir var umhugsunarsöm og hugsaði um alla, það var henni mikilvægt. Síðan hún hóf feril sinn í Hollywood og var í þessum þætti [...] að vera fræg hefur breytt henni. Kannski líður henni eins og hún sé hafin yfir alla, kannski meira núna,“ sagði Thomas yngri í viðtalinu. 

Thomas hélt áfram og dró mág sinn, Harry Bretaprins inn í málið. „Ef hún væri ekki með Harry Bretaprins núna, jafnvel þótt hún væri enn að leika í Suits núna, myndi hún hætta öllu því sem hún væri að gera og heimsækja föður okkar og athuga hvort það sé í lagi með hann,“ sagði Thomas yngri.

Þá segist hann vera sár yfir að honum og fleirum í fjölskyldunni hafi ekki verið boðið í konunglega brúðkaupið. Konungsfjölskyldan hafi áður tekið fjölskyldu Katrínar Middleton (eiginkonu Vilhjálms Bretaprins) opnum örmum. Gary, frænda Katrínar, var boðið í brúðkaupið, en hann hefur verið dæmdur fyrir heimilisofbeldi. „Ég held að okkur Gary hefði komið vel saman. Það hefði verið gaman að vera boðið að minnsta kosti,“ sagði Thomas yngri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes