Lof mér að falla slær í gegn

Úr myndinni Lof mér að falla.
Úr myndinni Lof mér að falla.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla var frumsýnd í síðustu viku og gekk myndin afar vel í kvikmyndahúsum um helgina, hafa nú rúmlega 8.300 gestir séð myndina. Er frumsýning hennar fjórða stærsta opnun frá upphafi á íslenskri kvikmynd og um að ræða stærstu frumsýningarhelgi á íslenskri mynd síðan 2016.

Aðeins hafa Mýrin, Bjarnfreðarson og Eiðurinn þénað meira á frumsýningarhelgi. Með þessu áframhaldi stefnir myndin, sem hefur fengið jákvæðar viðtökur hjá gagnrýnendum sem og almennum áhorfendum, í að verða ein tekjuhæsta mynd ársins. 

Baldvin Z leikstýrir myndinni en hann leikstýrði einnig Vonarstræti sem sló eftirminnilega í gegn en 58.000 gestir sáu þá mynd árið 2014. Lof mér að falla byrjar hins vegar mun betur en Vonarstræti og stefnir því í að myndin geri gott betur en Vonarstræti í kvikmyndahúsum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson