Hollywood Reporter dásamar myndina

Stella og Magnea, aðalsöguhetjur myndarinnar, leiðast út í mikla fíkniefnaneyslu.
Stella og Magnea, aðalsöguhetjur myndarinnar, leiðast út í mikla fíkniefnaneyslu.

Íslenska kvikmyndin Lof mér að falla, í leikstjórn Baldvins Z, fær góða dóma hjá Stephen Dalton hjá Hollywood Reporter. Dómur um myndina birtist eftir að hann sá myndina á Toronto-kvikmyndahátíðinni. 

Hann segir myndina grípandi og hjartnæma og fer svo fögrum orðum um frábæra leikarahópinn, myndatökuna og handritið. HÉR er hægt að lesa dóminn í heild sinni. 

Myndin segir frá hinni 15 ára gömlu Magneu en líf hennar umturnast þegar hún kynnist hinni átján ára gömlu Stellu. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inn í heim fíkniefna sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes