Sjáðu fyrirsætu útskýra stjórnmál

Emily Ratajkowski er ein þekktasta fyrirsætan í heiminum í dag. …
Emily Ratajkowski er ein þekktasta fyrirsætan í heiminum í dag. Hún er þekkt fyrir að sýna líkama sinn, en hún er einnig þekkt fyrir sterkar skoðanir sínar á m.a. stjórnmálum. Fólk virðist eiga erfitt með þetta tvennt saman. Ljósmynd/skjáskot Instagram

Emily Ratajkowski er ein þekktasta fyrirsæta í heimi. Hún er þekkt fyrir að vera með einstaklega fallegan líkama og líkt og samfélagsmiðlar sýna er hún óhrædd við að sýna líkamann.

Hins vegar er hún einnig þekkt fyrir að vera gáfuð og mjög pólitísk. Hún beitir sér í stjórnmálum þegar hún getur og er femínisti að eigin sögn.

Almenningur virðist eiga erfitt með þessa blöndu ef marka má Twitter fyrirsætunnar þar sem hún talar reglulega um að hún stjórni því hvernig hún klæði sig og það eigi ekki að draga úr trúverðugleika hennar. Það séu fordómar að hlusta bara á miðaldra karla í bláum jakkafötum með rauð bindi. 

View this post on Instagram

#Underneathmydkny @dkny

A post shared by Emily Ratajkowski (@emrata) on Aug 2, 2018 at 7:06am PDT

Í nýlegu myndbandi í Vogue situr Ratajkowski á sólarbekk og útskýrir leið sem hún trúir á þegar kemur að heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum. „Medical for All“ er ekki ósvipað því sem Íslendingar þekkja til í dag, þar sem allur almenningur hefur aðgang að grunnþjónustu þegar kemur að heilbrigðiskerfinu. 

Sjón er sögu ríkari. Fylgjendur hennar eru tæplega 20 milljónir á samfélagsmiðlum. Margir þeirra þekkja ekkert til stjórnmála eða stefnu í hinum ýmsu málum. Aðferðir fyrirsætunnar þykja frábær leið til að ná til þeirra sem myndu sem dæmi ekki kjósa en hafa áhuga á að fylgja henni. Áhrifavaldar eru í auknum mæli farnir að beita sér fyrir málefnum sem þeir vilja styðja. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes