Gaf Meghan hálsmen úr pasta

Gavin litli var prúðbúinn þegar hann stillti sér upp með ...
Gavin litli var prúðbúinn þegar hann stillti sér upp með hálsmenið. skjáskot/Twitter

Hertogaynjan Meghan Markle skartaði einstöku hálsmeni úr pasta í heimsókn þeirra hjóna í Ástralíu í gær. 

Hinn sex ára gamli Gavin Smith gaf Meghan hálsmenið, en hann málaði pastað gyllt. Faðir hans, Rohan Smith, er fréttamaður í Ástralíu og birti mynd af Gavin litla með hálsmenið á Twitter. 

Meghan virðist hafa tekið vel í gjöfina frá Gavin og var með hálsmenið á sér í heimsókninni. 

View this post on Instagram

A post shared by Dragonfly’s Early Learning (@dragonflys_early_learning) on Oct 18, 2018 at 2:53pm PDT
mbl.is