Alec Baldwin handtekinn

Leikarinn Alec Baldwin á síðasta ári.
Leikarinn Alec Baldwin á síðasta ári. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin hefur verið handtekinn í New York-borg, sakaður um að hafa kýlt mann eftir rifrildi vegna bílastæðis.

Að sögn talsmanns lögreglunnar var leikarinn færður í gæsluvarðhald og á líklega yfir höfði sér ákæru fyrir líkamsárás, að því er BBC greindi frá. 

Hinn sextugi Baldwin hefur áður komist í kast við lögin því árið 2014 var hann handtekinn fyrir að hafa hjólað gegn umferð. Þegar hann var stöðvaður varð hann æfur og blótaði lögreglumönnunum í sand og ösku. 

Baldwin hefur leikið Donald Trump Bandaríkjaforseta í þáttunum Saturday Night Live við góðan orðstír. Forsetinn kvaðst óska honum velfarnaðar þegar hann varð spurður út í handtöku leikarans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Gættu þín á hleypidómum varðandi þá sem eru öðru vísi en þú. Taktu til þín það hól sem þú færð því þú átt það skilið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir