Ældi upp í munn Mel B

Mel B, Geri Halliwell, Emma Bunton og Mel C koma ...
Mel B, Geri Halliwell, Emma Bunton og Mel C koma saman aftur í sumar. AFP

Kryddpíurnar Mel B, Geri Halliwell, Emma Bunton og Mel C mættu í útvarpsþátt á miðvikudaginn og rifjuðu upp misskemmtileg atvik frá gamalli tíð. Hljómsveitin er að fara á tónleikaferðalag næsta sumar án Victoriu Beckham.  

People greinir frá því að Emma hafi viðurkennt í þættinum að hafa ælt upp í vinkonu sína Mel B. Var stúlknasveitin í Bandaríkjunum og hafði farið út að skemmta sér. Á leiðinni heim leið Emmu illa og ætlaði hún að æla út um gluggann þegar ekki fór betur en svo að ælan endaði í munni Mel B. 

Eins og margir gera þegar þeir æla eftir áfengisdrykkju þá kenndi Emma skrítnum mat um æluna. Hún bætti því reyndar við að svo hefðu þær farið út og fengið sér nokkra drykki. 

Emma Bunton sagðist hafa borðað eitthvað skrítið.
Emma Bunton sagðist hafa borðað eitthvað skrítið. AFP
mbl.is