Gimli afgreiddi popp í Bíó Paradís

Velski leikarinn John Rhys-Davies afgreiðir hér popp í Bíó Paradís.
Velski leikarinn John Rhys-Davies afgreiðir hér popp í Bíó Paradís. Ljósmynd/Facebook-síða Bíó Paradísar

Kvikmyndahúsagestir í Bíó Paradís hafa eflaust einhverjir rekið upp stór augu þegar velski leikarinn John Rhys-Davies, sem m.a. lék Gimli í Hringadróttinssögu, afgreiddi þá með popp fyrir sýningu í kvikmyndahúsinu.

Vakin er athygli á þessu á Facebook-síðu Bíó Paradís og er uppátæki Rhys-Davis sagt hafa vakið kátínu starfsfólks.

„Hann entist mjög stutt í starfi,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar. Rhys-Davis, sem auk hlutverks síns í Hringadróttinssögu á einnig að baki leik í Indiana Jones-myndunum, er staddur hér á landi til að leika í mynd Jóns Gústafssonar, Shadowtown.

Hrönn segir Jón, sem vann m.a. til verðlauna fyrir heimildamyndina Reiði guðanna sem gerð var um hrakfarirnar sem einkenndu gerð kanadísku kvikmyndarinnar um Bjólfskviðu, nú vera að leikstýra sinni fyrstu leiknu mynd í fullri lengd og er Rhys-Davies meðal leikara í henni.

„Þeir eru í útitökum hér í hverfinu og eru með kaffiaðstöðu í Bíó Paradís og John langaði svo að hjálpa til og vera að einhverju gagni,“ segir Hrönn og kveður hann vera hlýjan og skemmtilegan mann. Fastráðnir starfsmenn kvikmyndahússins þurfi þó ekki að óttast um störf sín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes