Kona fer í stríð fær LUX-verðlaunin

Benedikt Erlingsson stillir sér hér upp með verðlaunagripinn sem hann …
Benedikt Erlingsson stillir sér hér upp með verðlaunagripinn sem hann fékk á Lux kvikmyndahátíðinni fyrir myndina Kona fer í stríð. AFP

Benedikt Erlingsson leikstjóri hlaut í dag LUX-kvikmyndaverðlaun Evrópuþingsins fyrir kvikmynd sína, Kona fer í stríð. Verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn í Evrópuþinginu í Strassborg. Verðlaun þessi eru veitt árlega þeirri mynd sem þykir best beina kastljósinu að helstu félagslegu og pólitísku álitaefnum okkar tíma.

Benedikt Erlingsson flytur hér þakkarræðu sína.
Benedikt Erlingsson flytur hér þakkarræðu sína. AFP

Kona fer í stríð er kvikmynd sem hvetur til borgaralegs mótþróa, til að berjast fyrir og bjarga náttúrunni frá græðgi og ofurvaldi stórra iðnfyrirtækja. Hún er samstarfsverkefni íslenskra, franskra og úkraínskra aðila. Myndin keppti til úrslita við kvikmyndirnar Styx og Hin hliðin á öllu saman. Það voru þingmenn Evrópuþingsins, kjörnir fulltrúar íbúa Evrópusambandsins, sem völdu myndina. Áður hafa íslensku kvikmyndirnar Hrútar og Hjartasteinn komið til greina sem verðlaunamyndir hjá Evrópuþinginu.

Vitnað er í orð Benedikts við athöfnina í tilkynningu frá sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi. Þar hafi hann sagt að honum líði eins og stjórnmálamanni og að hann telji stjórnmálamenn í raun líka sagnamenn. „Þið þingmenn eruð raunar afar hugrakkir því þið eruð að takast á við hinar raunverulegu áskoranir baráttunnar gegn loftslagsbreytingum,“ sagði Benedikt og bætti við að loftslagsbreytingar yrðu miðpunktur allra stjórnmála í framtíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes