Síðustu ár hafa verið hrikaleg

Julia Louis-Dreyfus er margverðlaunuð fyrir grínþættina Veep. Einkalífið hefur þó …
Julia Louis-Dreyfus er margverðlaunuð fyrir grínþættina Veep. Einkalífið hefur þó verið fullt af áskorunum. AFP

Síðustu ár hafa ekki verið auðveld fyrir grínleikkonuna Juliu Louis-Dreyfus. Faðir hennar lést, hún greindist með krabbamein og nú í sumar dó systir hennar aðeins 44 ára gömul. Leikkonan ræddi þetta meðal annars í umfjöllun sem birtist um hana í New Yorker

Veep-stjarnan tileinkaði föður sínum Emmy-verðlaunin sín í september árið 2016 en faðir hennar dó tveimur dögum fyrr. Ári seinna á föstudegi fyrir Emmy-verðlaunin fór hún til læknis þar sem læknirinn sagði henni að búa sig undir það versta. Í ljós kom að hún var með krabbamein og tökum á Veep var í kjölfarið frestað á meðan hún fór í aðgerð og gekkst undir lyfjameðferð. 

Leikkonan segist hafa ætlað að reyna að leika ásamt því að gangast undir lyfjameðferð en eftir að hún ráðfærði sig við krabbameinslækni varð henni ljóst að hún þyrfti að fara í veikindaleyfi. Eftir hverja lyfjameðferð glímdi Louis-Dreyfus við mikla ógleði og niðurgang, hún gat ekki haldið mat niðri. 

„Það sem við gengum í gegnum á síðasta ári var hræðilegt,“ sagði móðir leikkonunnar í viðtalinu. „Styrkur hennar er bara núna að koma aftur. Þetta tekur um ár.“

Tökur hófust aftur í lok sumars en þar með er ekki sagt að áfallasögu Louis-Dreyfus væri lokið. Systir hennar lést í ágúst eftir slag í útilegu aðeins 44 ára gömul. Áfengi og kókaín fannst í líkama systur hennar. 

„Þetta hefur verið erfiður tími,“ sagði leikkonan sem hefur ekki tjáð sig um lát systur sinnar af virðingu við hana. 

Julia Louis-Dreyfus.
Julia Louis-Dreyfus. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes