Jónsi og Lady Gaga slást um Óskarstilnefningu

Lady Gaga hafði betur en Jónsi á Golden Globe-verðlaununum.
Lady Gaga hafði betur en Jónsi á Golden Globe-verðlaununum. AFP

Tilnefningar til Óskarsverðlauna verða kynntar í næstu viku. Lag Jóns Þórs Birgissonar, betur þekkts sem Jónsi úr Sigur Rós, er á lista yfir þau 15 lög sem koma til greina en fimm lög fá tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið í kvikmynd. 

Jónsi samdi lagið Revelation ásamt áströlsku poppstjörnunni Troy Sivan og er lagið titillag kvikmyndarinnar Boy Erased. Meðal leikara í myndinni eru Nicole Kidman og Lucas Hedges.

Jónsi samdi lagið Revelation ásamt áströlsku poppstjörnunni Troy Sivan.
Jónsi samdi lagið Revelation ásamt áströlsku poppstjörnunni Troy Sivan. Ljósmynd/Aðsend

Lagið etur kappi við lag Lady Gaga, Shallow, úr myndinni A Star is Born. Bæði lögin fengu tilnefningu til Golden Globe-verðlaunanna þar sem Lady Gaga hafði betur. 

Hér má svo sjá öll lögin sem keppa um tilnefningu. 

When A Cowboy Trades His Spurs For Wings úr myndinni The Ballad of Buster Scruggs. 

Treasure úr myndinni Beautiful Boy. 

All The Stars úr myndinni Black Panther. 

Revelation úr myndinni Boy Erased. 

Girl In The Movies úr myndinni Dumplin. 

We Won’t Move úr myndinni The Hate U Give. 

The Place Where Lost Things Go úr myndinni Mary Poppins Returns. 

Trip A Little Light Fantastic úr myndinni Mary Poppins Returns. 

Keep Reachin úr myndinni Quincy. 

I’ll Fight úr myndinni RBG. 

A Place Called Slaughter Race úr myndinni Ralph Breaks the Internet. 

OYAHYTT úr myndinni Sorry to Bother You. 

Shallow úr myndinni A Star Is Born. 

Suspirium úr myndinni Suspiria. 

The Big Unknown úr myndinni Widows. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ekkert að því að láta sig dreyma, bara að þú gerir líka eitthvað annað. Þú veðjar á rétt hest í vissu máli og verður þvílíkt ánægð/ur með þig.