Gat hún andað í kjólnum?

Kim Kardashian vakti athygli fyrir þröngan kjól sinn.
Kim Kardashian vakti athygli fyrir þröngan kjól sinn. skjáskot/Youtube

Fáar konur hafa sést í þrengri kjól í ár en Kim Kardashian. Raunveruleikastjarnan var hress í spjallþætti Jimmy Fallon en það sem vakti kannski mesta athygli var hvernig stjarnan gat andað í afar þröngum kjólnum sem hún klæddist. 

Kardashian leit út eins og væri búið að vefja hana inn í plastfilmu en í rauninni var kjóllinn bara svona þröngur. Hún gat þó hreyft sig, spjallað og hlegið í kjólnum og svo virðist sem stjörnunni hafi bara liðið vel enda vön því að klæðast þrengri fötum en flest fólk. 
 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.