Breski rapparinn Cadet látinn

Cadet var aðeins 28 ára gamall.
Cadet var aðeins 28 ára gamall. Ljósmynd/Twitter

Breski rapparinn Cadet lést í bílslysi í morgun. Cadet var farþegi í leigubíl og var á leið í Keele-háskólann í Staffordshire á Englandi þar sem hann átti að koma fram seinna í dag.

Cadet, sem hét réttu nafni Blaine Cameron Johnson, var 28 ára og var vel þekktur innan bresku rappsenunnar og þótti eiga framtíðina fyrir sér.

Fjölskylda hans staðfesti andlátið á opinberri fylgjendasíðu hans á Instagram.

Cadet gaf síðast út lag í október, Advice, ásamt Deno Driz og náði það 27. sæti á vinsældarlista í Bretlandi.


mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt það sé stundum gott að fá athygli skaltu gæta þess að það sé ekki á annarra kostnað. Þú færð dásamlegar fréttir af fjölskyldumeðlim.