Clooney ósáttur við meðferðina á Meghan

Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan.
Amal og George Clooney í brúðkaupi Harry og Meghan. mbl.is/AFP

George Clooney er einn af þeim sem hefur fengið nóg af því hvernig komið er fram við eiginkonu Harrys Bretaprins, Meghan hertogaynju. Leikarinn var að kynna nýja þáttaröð sína, Catch-22, í viðtali við ástralska miðilinn Who þegar hann ákvað að segja sína skoðun. 

„Ég vil segja að þeir elta Meghan Markle hvert sem hún fer,“ sagði Clooney um Meghan og var ósáttur við meðferðina sem hertogaynjan ólétta fær. 

„Hún er kona sem er komin sjö mánuði á leið og henni hefur verið veitt eftirför og það er borinn út rógburður um hana og hún elt uppi á sama hátt og Díana og þetta er sagan að endurtaka sig.“

„Við höfum séð hvernig það endaði,“ sagði leikarinn og átti þar við hvernig Díana prinsessa, móðir Harrys, dó í bílslysi árið 1997 en ljósmyndarar höfðu verið að elta hana.

George og Amal Clooney eru sögð vera góðir vinir Harrys og Meghan. Leikarinn sagðist þó ekki ætla að taka að sér að vera guðfaðir barns þeirra þar sem hann ætti fullt í fangi með litlu tvíburana sína.  

Harry og Meghan.
Harry og Meghan. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þegar ástin er eins og kviksyndier mál að biðja einhvern um aðstoð. Mundu að enginn skiptir meira máli en þú í þínu lífi.