Hóta að sniðganga Eurovision

Bilal Hassini tekur líklega þátt fyrir hönd Frakklands í Tel …
Bilal Hassini tekur líklega þátt fyrir hönd Frakklands í Tel Aviv um miðjan maí. AFP

Frakkar hafa hótað því að sniðganga Eurovision-söngvakeppnina, sem fram fer í Ísrael í maí, vegna ísraelskrar sjónvarpsseríu sem lýsir inngöngu Frakka í söngvakeppni sem hryðjuverki. Greint er frá þessu á ísraelsku fréttasíðunni Haaretz.

Í sjónvarpsseríunni, sem frumsýnd verður í maí og kallast „Tólf stig“ er fylgst með fransk-alsírskum hryðjuverkamanni. Hann þykist vera samkynhneigður karlmaður og tekst að komast í lokakeppni alþjóðlegrar söngvakeppni í þeim eina tilgangi að fremja hryðjuverk í beinni sjónvarpsútsendingu.

Þættirnir hafa vakið reiði í Frakklandi en fulltrúi Frakka í Eurovision í ár er Bilal Hassani, samkynhneigður múslimi.

Samkvæmt ísraelskum fjölmiðlum hafa Frakkar varað ísraelska ríkissjónvarpið við því að ef sjónvarpsserían verður sýnd verði því svarað með því að þeir muni sniðganga keppnina í maí.

Handritshöfundar þáttanna hafa bent á að það sé ekkert nema ótrúleg tilviljun að Hassani sé fulltrúi Frakka í Eurovision í ár. Þeir hafi skrifað handritið snemma á síðasta ári en Hassani hafi hins vegar unnið frönsku undankeppnina í lok janúar.

Sjónvarpsserían eigi auk þess frekar að gera grín að Ísrael og leyniþjónustu þess, ekki Frökkum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.