Átti ekki peninga fyrir bensíni

Chrissy Metz.
Chrissy Metz. mbl.is/AFP

Leikkonan Chrizzy Metz var oft við það að gefast upp á Hollywood áður en hún fékk loks hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni This Is Us. Líf hennar hefur gjörbreyst eftir að hún hreppti hlutverkið. 

Í viðtali við InStyle segir hún það hafa verið erfitt fyrir sig að koma sér á framfæri og það vann ekki með henni að vera í yfirstærð. Hlutverkin sem stóðu henni til boða voru ekki spennandi og segist hún einungis hafa farið í þrjár áheyrnarprufur fyrsta árið í draumaborginni. Hávöxnu og mjóu vinir hennar fengu mun fleiri tækifæri. Það endaði með því að hún vann sem aðstoðarkona umboðsmanns síns í níu ár. 

Árið 2014 fékk hún hlutverk í American Horror Story. Þegar sögu hennar lauk varð hún hins vegar aftur atvinnulaus. Hún segir þó að alltaf þegar hún var við það að gefast upp komst hún í áheyrnarprufu eða fékk ógreidd laun. 

„Þegar ég fór í prufu fyrir This Is Us þurfti ég að fá lánaða peninga fyrir bensíni til þess að komast þangað. Ég átti 81 sent inni á banka,“ sagði Metz en fann að eitthvað var öðruvísi. Hún fékk hlutverk Kate og líf hennar breyttist. Hún segist nú geta boðið vinum sínum út að borða í stað þess að gera sér upp afsökun um að komast ekki. Hún getur keypt inn fyrir heimilið en þarf ekki að velja á milli þess og að borga reikninga. Fyrir utan allt þetta getur hún gert það sem hún elskar á hverjum degi. 

Þau Justin Hartley, Chrissy Metz, Mandy Moore og Milo Ventimiglia …
Þau Justin Hartley, Chrissy Metz, Mandy Moore og Milo Ventimiglia leika saman í This is Us. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson