Svölu og Gauta langar að flytja í Hafnarfjörð

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.

Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir er enn að leita að leiguíbúð í Hafnarfirðinum en það kemur fram í viðtali við hana í Fjarðarpóstinum sem kom út í dag. Svala býr í Reykjavík ásamt nýja kærasta sínum en hún gekk í gegnum skilnað og flutti heim til Íslands frá Los Angeles í fyrra. 

Fram kemur að Svala og Gauti vilji flytja sig til Hafnarfjarðar með hundinn Sósu með sér. Svala á sterkar rætur þangað þrátt fyrir að hafa alist upp að hluta til á Seltjarnarnesi. Faðir hennar, Björgvin Halldórsson, er mikill Hafnfirðingur og vill Svala búa nær foreldrum sínum. 

Mbl.is greindi fyrst frá því að Svala væri að leita að leiguíbúð í Hafnarfirði í nóvember í fyrra. Svo virðist sem leitin hafi ekki skilað árangri og horfa þau Svala og Gauti enn hýrum augum til Hafnarfjarðar þar sem Svala segir menningarlífið blómstra. 

mbl.is