Segir samfélagsmiðla eiga sínar skuggahliðar

Hailey Baldwin er þreytt á uppáþrengjandi aðdáendum á Instagram.
Hailey Baldwin er þreytt á uppáþrengjandi aðdáendum á Instagram. AFP

Bandaríska fyrirsætan Hailey Baldwin Bieber segir að samfélagsmiðlar hafi sínar skuggahliðar. Baldwin er gift kanadíska tónlistarmanninum Justin Bieber og þekkir hún því vel hvernig aðdáendur geta hagað sér á samfélagsmiðlum. 

Baldwin sagði í viðtali við Cosmopolitan að hún eyði Instagram reglulega úr símanum sínum og sleppi því að lesa kommentin við myndir. 

Þá eru aðdáendur Biebers einnig mjög uppáþrengjandi á Instagram að sögn hennar. „Þau halda að þau þekki frægt fólk bara af því að þau eru fræg og svo mikið í fréttum. Það er það sem fer mest í taugarnar á mér held ég,“ sagði Baldwin í viðtalinu. 

„Ég er bara, þú þekkir mig ekki í alvöru. Þú þekkir hann ekki. Þú þekkir hana ekki, þú veist ekki hvernig þetta fólk er raunverulega. Það sem mér finnst skrítnast er að þau búa til hluti í hausnum á sér um það sem þau halda að sé í gangi eða hvað ætti að gerast. Mér finnst þetta svo heimskulegt,“ sagði Baldwin.

mbl.is