Veglegur pakki frá Sigur Rós

Sigur Rósar-mennirnir Jón þór Birgisson, Georg Hólm og Kjartan Sveinsson …
Sigur Rósar-mennirnir Jón þór Birgisson, Georg Hólm og Kjartan Sveinsson ungir að árum, ljósmynd tekin árið 2001. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hljómsveitin Sigur Rós tilkynnti í dag um útgáfu veglegs lúxuspakka í tilefni af 20 ára afmæli einnar þekktustu og dáðustu hljómplötu hennar, Ágætis byrjun, sem kom út 12. júní árið 1999 og markaði upphaf mikilla vinsælda sveitarinnar víða um heim. Platan var svo gefin út aftur árið 2000 í Bretlandi og var ausin lofi af gagnrýnendum. 

Í tilefni af afmælinu verður gefinn út glæsilegur kassi sem inniheldur meðal annars sjaldgæft og áður óútgefið efni með hljómsveitinni og liggur mikil vinna að baki útgáfunni. Má af því efni nefna prufuupptökur og lög sem hafa ekki verið gefin út. 

Kassann prýðir sama mynd og var á umslagi Ágætis byrjunar …
Kassann prýðir sama mynd og var á umslagi Ágætis byrjunar nema hvað að nú hefur litunum verið víxlað, bakgrunnurinn sem var blár orðinn silfraður og teikningin blá en ekki silfruð. mbl.is

Kassinn inniheldur sjö vínylplötur, veglega 84 blaðsíðna bók og fjóra geisladiska og verða fyrstu 1999 eintökin af kassanum númeruð. Sala hefst á þessum afmælispakka á afmælisdegi Ágætis byrjunar, 21. júní, og verður hægt að panta eintak á vef hljómsveitarinnar, www.sigurros.com

Í kassanum verða þrjár breiðskífur með prufuupptöku og sjaldgæfu efni, 100 mínútur alls, og er efni á hverri hlið platnanna eftirfarandi: 

Hlið A

Svefn-g-englar (Tónleikaupptaka frá Popp í Reykjavík, 1998)
Starálfur (Á upprunnanlegum hraða)

Hlið B
Flugufrelsarinn (1998 Demó)
Ný batterí (Instrumental)

Hlið C
Hjartað hamast (bamm bamm bamm) (1995 Demó)
Viðrar vel til loftárása (Annar endir)

Hlið D
Olsen Olsen (1998 Demó)
Ágætis byrjun (1998 Demó)

Hlið E
Hugmynd 1 (1998 Demó)
Hugmynd 2 (1998 Demó)
Hugmynd 3 (1998 Demó)

Hlið F
Debata mandire (Tónleikaupptaka frá Laugardalshöll, 1999)
Rafmagnið búið (Frá Ný batterí EP, 2000)

Þá er í kassanum töföld vínylplata með upptöku af útgáfutónleikum sveitarinnar í Íslensku óperunni árið 1999 og er efnið á þeim eftirfarandi:

Hlið A

Intro
Von
Syndir Guðs

Hlið B
Flugufresarinn
Olsen Olsen
Ágætis byrjun

Hlið C
Viðrar vel til loftárása
Svefn-g-englar
Ny batterí

Hlið D
Nýja lagið
Hafssól

Þá er í pakkanum tvöföld vínylplata með Ágætis byrjun og einnig verða gefnir út fjórir geisladiskar, á þeim fyrsta má finna sjaldgæft efni, á tveimur tónleikaupptaka frá Íslensku óperunni 1999 með sjaldgæfu efni og svo diskur með Ágætis byrjun. 

Í bókinni fyrrnefndu, sem verður innbundin, má svo finna fjölda ljósmynda frá fyrstu árum hljómsveitarinnar og annað efni tengt útgáfunni, t.d. texta, nótur, hugmyndir að kápuhönnun og fleira. 

Í tilefni af þessari veglegu útgáfu birti Sigur Rós nýtt myndband á vef YouTube í dag sem sjá má hér:

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes