Palestínski fáninn ekki „bomban“

Klemens sést hér yfirgefa Expo-höllina í kvöld.
Klemens sést hér yfirgefa Expo-höllina í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta var ekki bomban,“ segir Klemens Hannigan, annar söngvara Hatara, í samtali við mbl.is á hóteli í Tel Aviv eftir úrslit Eurovision í kvöld, um það þegar liðsmenn sveitarinnar veifuðu palestínska fánanum í stigagjöfinni.

Töluverða athygli vakti þegar fáninn birtist á skjánum þegar atkvæðin sem almenningur greiddi Hatara voru kynnt.

Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri Eurovision, ræddi strax eftir atvikið við Felix Bergsson, fararstjóra íslenska hópsins.

Klemens var samt ekki á því að fáninn hafi verið helsta bomba Hatara.

„Þetta var ekki bomban, lagið var bomban.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.