Hálfviti á hátindi frægðarinnar

Gwyneth Paltrow segist hafa verið hálfviti á hátindi frægðarinnar.
Gwyneth Paltrow segist hafa verið hálfviti á hátindi frægðarinnar. AFP

Leikkonan Gwyneth Paltrow segir í viðtali við The Sunday Times að frægðin hafi gert hana að hálfvita. 

Hin 46 ára gamla leikkona segir að allir hafi komið fram við hana eins og fræga manneskju og því hafi hún komist upp með það að vera hálfviti. Paltrow vann Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Shakespeare in Love. 

„Sko, ég er fræg, það er komið fram við mig eins og fræga manneskju. Maður vill ekki vera hálfviti, en hægt og rólega þegar allt er fært úr vegi fyrir þig, og þú býrð í heimi þar sem enginn þarf að haga sér almennilega, þar sem fólk lætur þig ekki taka ábyrgð á eigin gjörðum og þar sem þau segja þér ekki sannleikann, þá verður þú að hálfvita.“

Hún segir að það hafi komið fyrir hana eftir Shakespeare in Love en að pabbi hennar, Bruce Paltrow, hafi komið henni aftur niður á jörðina. Paltrow segist hafa viljað átta sig á því fyrr að hún væri hálfviti. 

View this post on Instagram

Celebrating the launch of our @flow water campaign this morning with a great talk on nutrition and hydration #goopfellas

A post shared by Gwyneth Paltrow (@gwynethpaltrow) on Jun 6, 2019 at 5:00pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu málum vel eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriði. Sinntu því sem augljóslega þarfnast úrlausnar strax. Þú dettur í lukkupottinn í kvöld.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fylgdu málum vel eftir jafnvel þótt þér kunni að leiðast öll smáatriði. Sinntu því sem augljóslega þarfnast úrlausnar strax. Þú dettur í lukkupottinn í kvöld.