Rita Ora kemur ekki fram á Secret Solstice

Rita Ora átti að koma fram á tónlistarhátíðinni um helgina.
Rita Ora átti að koma fram á tónlistarhátíðinni um helgina. AFP

Tónlistarkonan Rita Ora mun ekki koma fram á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem haldin verður í Laugardalnum um helgina. 

Ora greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni og harmar hún það að komast ekki, en hún er veik. Hún segist hafa verið að glíma við sýkingar og að læknir hennar hafi ráðlagt henni að hvíla sig. Ora segist hafa verið orðin mjög spennt fyrir Íslandsferðinni, en segist vona að hún geti komið á næsta ári.

Ora er önnur í röðinni að afboða sig á tónlistarhátíðina, en hollenski plötusnúðurinn Martin Garrix ökklabrotnaði fyrr í mánuðinum og þurfti að afboða sig.

Kveðja Ora.
Kveðja Ora. skjáskot/Instagram
Af hátíðinni í fyrra.
Af hátíðinni í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.