GÓSS gefur út Entíð

Sigríður, Sigurður og Guðmundur munu túra um landið í sumar.
Sigríður, Sigurður og Guðmundur munu túra um landið í sumar. Aðsend/Ásgeir Guðmundsson

Tríóið GÓSS sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu í dag, en hún ber nafnið Entíð. Valinkunnir tónlistarmenn skipa tríóið, þau Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar. 

Flestir ættu að kannast við Sigríði og Sigurð, en Guðmundur Óskar er bróðir Sigurðar. Sigríður og Guðmundur eru svo saman í hljómsveitinni Hjaltalín. Hljómsveitin kom fyrst saman árið 2017 og hafa farið í tónleikaferðalag um landið síðustu tvö sumur. Þau munu einnig halda í tónleikaferðalag í sumar og fylgja breiðskífunni eftir. Það má því segja að sumarið verði GÓSS-entíð.

Breiðskífan var tekin upp í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ og var ákveðið að taka fyrir nokkrar af uppáhalds íslensku dægurlagaperlum hljómsveitarmeðlima, eða allt frá Ó, blessuð vertu sumarsól og Sólkinsnætur til Stjórnarinnar, NýDanskrar, Spilverk þjóðanna og alls konar þar á milli. Eitt lag frá Leonard Cohen fékk einnig að fylgja með. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er sannleikskorn í því að hálfnað er verk þá hafið er. Þú kemur miklu í verk í dag og nýtur góðs af styrk annarra.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir