Krónprins Barein veiðir með Beckham

Beckham ásamt Salman og Jamie.
Beckham ásamt Salman og Jamie. skjáskot/Instagram

Prince Salman bin Hamad bin Isa Al Khalifa, krónprins Barein er einn af þeim sem er í veiðiferð með fótboltakappanum David Beckham og viðskiptamanninum Björgólfi Thor Björgólfssyni. 

Krónprinsinn er góður vinur þeirra Beckham og Björgólfs og kom með þeim til landsins í fyrra í sömu erindagjörðum. Þá voru þeir einnig gestir Salmans í Barein fyrr í vor, þegar formúlu 1 aksturstkeppnin fór fram þar. Beckham þakkaði Salman fyrir gestrisnina og vináttuna þegar hann kvaddi Barein.

Beckham deildi myndum af þeim félögum í veiðiferðinni í morgun, en þeir virðast hafa verið á landinu í nokkra daga. Þeir voru við veiðar í Haffjarðará á Snæfellsnesi og sigldu um Breiðafjörðinn. 

Salman er krónprins Barein og fyrsti varaforsætisráðherra landsins, en þeir eru fimm talsins. 

Úr ferðinni síðasta sumar. Krónprinsinn er til vinstri á myndinni …
Úr ferðinni síðasta sumar. Krónprinsinn er til vinstri á myndinni og virðist einstaklega ánægður með ferðina. skjáskot/Instagram
Þessi mynd var einnig tekin í fyrra, en hér má …
Þessi mynd var einnig tekin í fyrra, en hér má sjá Salman og Guy Ritchie njóta á bökkum Laxár. skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.