Ætlar ekki að koma fram í Sádi-Arabíu

Nicki Minaj ætlar ekki að koma fram í Sádi-Arabíu.
Nicki Minaj ætlar ekki að koma fram í Sádi-Arabíu. AFP

Tónlistarkonan Nicki Minaj segist ekki geta komið fram í Sádi-Arabíu með hreina samvisku vegna þeirra mannréttinda sem eru brotin þar. Minaj átti að koma fram á Jeddah World Fest-tónlistarhátíðinni síðar í mánuðinum. 

Hún sagði í tilkynningu í gær að eftir mikla umhugsun hafi hún ákveðið að hætta við tónleikana. „Mig langar ekkert meira en að koma fram og skemmta aðdáendum mínum í Sádi-Arabíu en eftir að hafa lært meira um Sádi-Arabíu finnst mér mikilvægara að sýna baráttu kvenna og hinsegin samfélagsins stuðning sem og að styðja við tjáningarfrelsið,“ segir í tilkynningunni.

Ekki er langt síðan konur í Sádi-Arabíu fengu að aka bílum og mæta á íþróttaviðburði, en aðskilnaður karla og kvenna er enn við lýði. Hjónabönd samkynhneigðra eru einnig bönnuð þar í landi.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samningaviðræður þínar við vini þína geta tekið óvænta stefnu í dag. Engum kemur við hvernig þú verð tíma þínum. Ekki láta aðra stjórna þér.