Enrique Iglesias eignast bróður

Julio Iglesias og sonurinn Sanchez Santos.
Julio Iglesias og sonurinn Sanchez Santos. AFP

Hjartaknúsarinn spænski Enrique Iglesias hefur eignast bróður. Sá er reyndar ekkert unglamb, heldur fullstálpaður karlmaður að nafni Sanchez, en þeir teljast nú bræður eftir að spænskur dómstóll féllst á málflutning konu að nafni Edite sem hafði haldið því fram að söngvarinn Julio Iglesias, faðir Enrique, væri barnsfaðir hennar.

Ekki kom til DNA-prófs, en dómurinn úrskurðaði að konan hefði gefið greinargóðar skýringar á sambandi sínu við Iglesias eldri, sem einnig er söngvari og þekktur hjartaknúsari. Dómarinn benti einnig á augljós líkindi með þeim Iglesias og Sanchez, auk þess sem það væri grunsamlegt að Iglesias hefði neitað að gangast undir faðernispróf.

Sanchez, sem er kvæntur maður á Ítalíu, var einnig söngvari við verri orðstír en nýi bróðir hans og faðir. Hann hefur áður sagt í samtali við fjölmiðla að hann hafi orðið fyrir einelti og stríðni í æsku fyrir að halda því fram að hann væri sonur söngvarans fræga, eitthvað sem hann hafi þó alltaf vitað að væri satt.

Julio Iglesias hefur alla tíð þótt mikill kvennabósi. Hefur hann gert út á eigin kynþokka og meðal annars látið hafa eftir sér að hann sé „heltekinn af kynlífi“. Þarf hinn óskilgetni sonur því ekki að koma mörgum í opna skjöldu, í það minnsta ekki syni hans, Julio yngri, sem sagði í viðtali árið 2018 um málið „Ekki spyrja mig hvað ég á marga bræður. Ég veit það ekki einu sinni sjálfur.“

Enrique Iglesias söngvari.
Enrique Iglesias söngvari. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes