Verður Harry Styles að Disney-prins?

Harry Styles gæti orðið Disney-prins.
Harry Styles gæti orðið Disney-prins. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Harry Styles er orðaður við endurgerð af teiknimyndinni Litla hafmeyjan í hlutverk prinsins Eric. 

Endurgerðinni verður leikstýrt af leikstjórarnum Rob Marshall. Leik- og söngkonan Halle Bailey hefur verið ráðin í hlutverk Aríelar. Fleiri hafa ekki fengið hlutverk en sögur herma að Melissa McCarthy sé í samningaviðræðum um hlutverk Úrsúlu og leikararnir Jaboc Tremblay og Akwafina hafa einnig verið orðuð við kvikmyndina.

Hlutverkið sem Styles er orðaður við er hlutverk prinsins Eric sem Aríel bjargar og verður ástfangin af. Hann syngur engin lög í upprunulegu teiknimyndinni en í söngleiknum sem settur var á svið á Broadway upp úr aldamótum söng hann tvö lög.

Styles virðist vera að færa sig upp á skaftið í kvikmyndaheiminum en hann var einnig orðaður við ævisögumyndina um Elvis Presley. Hann landaði þó ekki því hlutverki en í byrjun vikunnar var tilkynnt um að leikarinn Austin Butler fékk það hlutverk.

Styles reis upp á stjörnuhimininn með strákahljómsveitinni One Direction og hefur gefið sjálfur út tónlist síðan hljómsveitin lagði upp laupana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson