Nýja plata OMAM ofarlega vestanhafs

Hljómsveitin Of monsters and men.
Hljómsveitin Of monsters and men. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýja plata íslensku rokkhljómsveitarinnar Of monsters and men skaust í síðustu viku beint í níunda sæti bandaríska Billboard 200-listans, en um að ræða þekktasta topplista í tónlistarheiminum. Platan, sem ber nafnið Fever dream, kom út 26. júlí, en fyrsta smáskífa plötunnar, lagið Alligator, kom út í maí. Fever dream náði alla leið í annað sætið í Kanada í síðustu viku og í 15. sæti í Bretlandi.

Í júlí var einnig önnur smáskífa plötunnar, lagið Wild roses, gefið út, en það situr meðal annars í öðru sæti vinsældarlista Rásar 2 í þessari viku.

Á morgun verður nýr Billboard listi gefinn út og verður fróðlegt að sjá hvernig vinsældir nýju plötunnar þróast, en lagið Wars hefur meðal annars verið á ágætri siglingu á Spotify ásamt öðrum lögum plötunnar.

Fyrri plötur Of monsters and men náðu einnig inn á topp 10 lista Billboard, en fyrsta platan, My head is an animal, fór í sjötta sætið árið 2012 og Beneath the skin, sem kom út árið 2015, fór hæst í þriðja sæti.

Hljómsveitin Of monsters and men.
Hljómsveitin Of monsters and men. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ofar á lista Billboard er meðal annars Íslandsvinurinn Ed Sheeran, en platan hans No.6 Collaboration projects er í þriðja sæti núverandi lista. Í öðru sæti er Chance the rapper með plötuna The big day og NF með plötuna The search er í toppsætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú átt vont með að losna við tiltekna hugmynd úr kollinum þessa dagana. Mundu að ekkert er þess virði að missa heilsuna fyrir það.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir