Í hörkuformi og segir aldurinn bara tölu

Mark Wahlberg birti þessa mynd af sér á Instagram.
Mark Wahlberg birti þessa mynd af sér á Instagram. skjáskot/Instagram

Leikarinn Mark Wahlberg birti mynd af sér á Instagram um helgina þar sem hann sýndi þvottabrettið á maganum eftir 45 daga heilsuáskorun. Leikarinn er 48 ára og segir aldurinn bara tölu en hann merkti myndina undir myllumerkinu #ageisjustanumber. 

Wahlberg hefur nýlokið 45 daga heilsuáskorun þar sem lagt er áherslu á að borða hollt og æfa vel. Er markmiðið að grennast og styrkjast á 45 dögum. 

Mark Wahlberg er þekktur fyrir að ganga ansi langt þegar kemur að líkamsrækt og virðist að minnsta kosti ekki hafa bætt mikið á sig á meðan hann var í 45 daga áskoruninni. Wahlberg er meðal annars frægur fyrir fara sofa afar snemma og vakna svo um miðja nótt og byrja að æfa. 

View this post on Instagram

F45 results 45 day challenge. @f45_training #ageisjustanumber #nowine54days #cleaneating

A post shared by Mark Wahlberg (@markwahlberg) on Aug 23, 2019 at 5:44pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.