Sló frænda sinn og sagði „ég er drottningin“

Elísabet sagði frænda sínum að rífast ekki við sig, þar …
Elísabet sagði frænda sínum að rífast ekki við sig, þar sem hún er drottningin. PAUL GROVER

Í nýrri ævisögu sinni, Me, segir tónlistarmaðurinn Elton John frá atviki þar sem Elísabet Englandsdrottning slær frænda sinn, Linley vísigreifa, utan undir og segir honum að rífa ekki kjaft við drottninguna. 

John segir þetta atvik hafa verið einstaklega hlægilegt og hafa átt sér stað í veislu. Elísabet hafi beðið frænda sinn að athuga með systur sína Lady Sarah Armstorng-Jones eftir að hún veiktist í veislunni. „Þegar hann reyndi ítrekað að malda í móinn sló drottningin hann lauslega utan undir og sagði „Ekki“ högg „rífast“ högg „við“ högg „mig“ högg „ég“ högg „er“ högg „DROTTNINGIN“,“ skrifar John í bókinni að sögn Sunday Times. 

Hann segir drottninguna hafa tekið eftir því að hann sá atvikið og blikkað hann í kjölfarið. John segir hana mikinn gríngosa í einkalífinu, þrátt fyrir að hún komi ekki þannig fyrir opinberlega. 

Ævisaga Elton John er væntanleg á næstu misserum.
Ævisaga Elton John er væntanleg á næstu misserum. ALBERTO PIZZOLI

Ævisaga tónlistarmannsins er væntanleg á næstu vikum og kennir þar ýmissa grasa. Hann sagði meðal annars frá því hvernig leikararnir Sylvester Stallone og Richard Gere hafi hnakkrifist í veislu yfir Díönu prinsessu. 

Veislan var haldin til heiðurs eins af stjórnendum Walt Disney, Jeffrey Katzenberg, og John var staddur í henni því hann var að semja tónlistina fyrir Konung ljónanna sem kom út árið 1994. 

Richard Gere var heillaður af Díönu prinsessu.
Richard Gere var heillaður af Díönu prinsessu. AFP

Hann segir að Díana prinsessa og Gere hafi orðið hinir mestu mátar í samkvæminu en það hafi farið í taugarnar á Stallone því hann var þar mættur til að reyna að heilla prinsessuna. John segir hafa kastast í kekki á milli þeirra og að eiginmaður hans, David Furnish, hafi komið að þeim utandyra að hnakkrífast. 

Furnish náði að róa leikarana sem komu aftur inn í veisluna. Gere og Díana höfðu það svo notalegt saman það sem eftir lifði kvölds en Stallone fór heim í fýlu. 

Díana prinsessa var sömuleiðis heilluð af Gere.
Díana prinsessa var sömuleiðis heilluð af Gere. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Allir þurfa að eiga sér undankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlífinu. Brostu bara við heiminum og þá mun heimurinn reynast þér vel.