Eiginkona Danaprins ósátt við gagnrýnina

Jóakim Danaprins er gagnrýndur en eiginkona hans Marie prinsessa stendur ...
Jóakim Danaprins er gagnrýndur en eiginkona hans Marie prinsessa stendur með honum. AFP

Eiginkona Jóakims Danaprins ver eiginmann sinn í nýju viðtali á vef SE og HØR. Marie prinsessa segist ekki skilja gagnrýnina sem Jóakim hefur fengið á sig vegna framfærslu sem hann fær frá danska ríkinu. 

Jóakim hóf nám við virtan herskóla í Frakklandi í haust og er hann nú gagnrýndur fyrir að þiggja háa upphæð frá danska ríkinu þrátt fyrir að starfa ekki í Danmörku. Jóakim fær 3,8 milljónir danskra króna í framfærslu á ári frá danska ríkinu eða um 70 milljónir íslenskra króna. 

Marie var spurð hvort gagnrýnin væri of mikil og sagði hún hana vera fjarstæðukennda í samhengi við það sem hann gerir. Segist hún einfaldlega ekki geta skilið gagnrýnina. Hún segist einnig í viðtalinu vera stolt af eiginmanni sínum. 

Í síðustu viku brást Jóakim við gagnrýninni.

„Veistu hvað? Ég er í verkefni hér fyrir Danmörku í Frakklandi og það er ekki eitthvað sem maður kemur hjólandi í,“ sagði Jóakim meðal annars í síðustu viku.

Kemur fram í fréttinni að danska konungfjölskyldan blandi sér afar sjaldan í umræðu um framfærslu sína. Virtist Marie þó ekki geta sleppt að ræða málefnið og er sögð hafa verið létt eftir að hafa sagt það sem hún vildi segja.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi fyrir þig að vera með nefið ofan í hvers manns koppi. Vertu á varðbergi gagnvart fagurgölum.