Fagnar 73 ára afmælinu með nektarmynd

Suzanne Somers er 73 ára.
Suzanne Somers er 73 ára. skjáskot/Instagram

Bandaríska leikkonan Suzanne Somers varð 73 ára á dögunum og fagnaði áfanganum með því að birta nektarmynd af sér á Instagram. Á myndinni situr Somers í háu grasi í Palm Springs í Kaliforníu. 

Somers er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Three's Company og Step by Step. Hún á einnig snyrtivörufyrirtækið Suzanne Organics. Hún greindist með brjóstakrabbamein fyrir 20 árum og sagði í viðtali við People í ágúst á þessu ári að í kjölfar greiningarinnar hafi hún ákveðið að hugsa betur um heilsuna. 

Í kjölfarið hefur hún gefið út nokkrar uppskriftar og heilsubækur.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.