Sólrúnu og Tinnu bannað að nota duldar auglýsingar

Neytendastofa fékk ábendingar varðandi umfjöllun um vörur og þjónustu á …
Neytendastofa fékk ábendingar varðandi umfjöllun um vörur og þjónustu á Instagram-síðum Sólrúnar og Tinnu. Samsett mynd

Neytendastofa hefur bannað tveimur áhrifavöldum að nota duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum.

Neytendastofu bárust ábendingar vegna færslna á Instagram-síðu tveggja áhrifavalda, þeirra Tinnu Alavisdóttur og Sólrúnar Lilju Diego Elmarsdóttur, þar sem fjallað var um margvíslegar vörur og þjónustu fyrirtækja án þess að það kæmi fram að um auglýsingu var að ræða.

Fram kemur á vef Neytendastofu, að Neytendastofa hafi krafið þær um upplýsingar um hvort endurgjald hefði komið fyrir umfjöllunina, hvernig viðskiptasambandi þeirra og fyrirtækjanna væri háttað og hvort þriðji aðili hefði annast milligöngu vegna umfjöllunarinnar.

Við meðferð málsins kom fram að Tinna og Sólrún höfðu þegið vörur að gjöf frá fyrirtækjunum sem telst vera endurgjald.

„Neytendastofa taldi að um væri að ræða markaðssetningu og að ekki hefði komið fram með nægilega skýrum hætti að umfjöllunin hefði verið auglýsing eða að hún væri gerð í viðskiptalegum tilgangi, en slíkt verður að koma skýrt fram. Stofnunin bannaði því áhrifavöldunum að nota duldar auglýsingar á samfélagsmiðlum,“ segir á vef Neytendastofu. 

Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar

Ekki áætlun að villa um fyrir fylgjendum 

Í máli Sólrúnar er átt við færslur hennar úr búðinni Air í Kringlunni. Ekki var tekið fram um að auglýsingu væri að ræða fyrir utan örsmáa merkingu í hægra horni myndarinnar, #samstarf í hvítu letri á hvítum grunni.

Í svari Sólrúnar til Neytendastofu dagsettu 17. júlí segir Sólrún að ekkert viðskiptasamband væri að baki annað en að hún hafi fengið vörur að gjöf frá markaðsstjóra verslunarinnar Air. Hún segir að ekkert endurgjald hafi komið frá versluninni að undanskildum framangreindum gjöfum. 

View this post on Instagram

❄️

A post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Nov 26, 2019 at 4:42am PST

Sólrún fellst á að merkingin á umræddri mynd hafi ekki verið nægilega vel fram sett en að sama skapi vilji hún árétta að það hafi ekki verið áætlunin. 

Þar að auki krefur Sólrún Neytendastofu um svör um „hvernig stofnunin taki á ábendingum sem einungis er komið til hennar til þess eins að skemma eða sverta mannorð áhrifavalda“.

Hún spyr einnig hvort „Neytendastofa hafi gert tilraunir eða sýnt einhvern áhuga á því að fá áhrifavalda inn á borð með sér til að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu og að vinna að stefnumarkandi áætlun og leiðbeiningum“.

Svar Neytendastofu er á þá leið að stofnuninni berist margar ábendingar, í tölvupósti, síma og í gegnum rafrænt ábendingakerfi á heimasíðu hennar. Hver og ein ábending sé skoðuð og metin út frá þeim lögum sem stofnuninni sé falið að hafa eftirlit með. 

Fékk köku að gjöf

Hvað varðar mál Tinnu segir hún í svari sínu til Neytendastofu dagsettu 16. ágúst að hún hafi fengið köku að gjöf frá Sætum syndum í skiptum fyrir að birta mynd af kökunni á bloggsíðu sinni alavisi.is. Efst á þeirri bloggfærslu hafi komið fram að umfjöllunin sé „sponsored“. Hún hafi einnig ákveðið að sýna kökuna á Instagram-síðu sinni, @alavis.is, en það hafi verið hennar val og ekki inni í samkomulaginu við verslunina Sætar syndir. 

View this post on Instagram

🍂 GJAFALEIKUR 🍂 Vilt þú prófa líkamsmeðferðir sem vinna vel á appelsínuhúð ásamt uppsafnaðri fitu sem neitar að fara með hefðbundnu mataræði og líkamsrækt? Ég hef sjálf reynslu af Lipomassage Silkligth og VelaShape og get með sanni sagt að þetta virkar. Þess vegna langar mig að gleðja fjóra lesendur í samstarfi við The House of Beauty og gefa: Tvö gjafabréf sem innihalda: ➺ 2 tímar í VelaShape ➺ 2 tímar í Lipomassage Silkligth ➺ 3 tímar í Totally laser lipo ➺ 1 tími í Fitform ➺ 1 tími í Mystic tan brúnkuklefa Tvö auka gjafabréf sem innihalda: ➺ 1 tími í Velashape ➺ 1 tími í Totally laser lipo ➺ 1 x tími í Mystic tan brúnkuklefa Til að taka þátt: ➺ Fylgja Alavis.is og The HOUSE of Beauty á Facebook. ➺ Fylgja @alavis.is og @thehouseofbeauty_iceland á Instagram. ➺ Merkja vinkonur sem þú vilt gleðja hér að neðan (því fleiri merkingar, því meiri vinningslíkur) Nánar á blogginu í dag ➺ www.alavis.is Heildarverðmæti vinninga er 148.400 kr. Ég dreg út 15. október. . . . . #iceland

A post shared by 𝓣𝓲𝓷𝓷𝓪 𝓐𝓵𝓪𝓿𝓲𝓼 (@alavis.is) on Oct 10, 2019 at 7:13am PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.