Banamein Gaos var hjartaáfall

Ættingjar og aðdáendur syrgja Godfrey Gao. Hann var 35 ára …
Ættingjar og aðdáendur syrgja Godfrey Gao. Hann var 35 ára þegar hann lést. AFP

Fyrirsætan og leikarinn Godfrey Gao, sem varð bráðkvaddur við tökur á raunveruleikaþætti í Kína, lét lífið af völdum hjartaáfalls. Að sögn Daily Mail hafði hann unnið sleitulaust við tökur í sautján klukkustundir í raunveruleikaþættinum Chase Me, sem er n.k. fullorðins útgáfa af Tarsanleik. Þar þurfa dægurstjörnur að flýja undan afreksíþróttafólki í gegnum krefjandi þrautabraut. Tökur fóru upp í bænum Ningbo á austurströnd Kína, suður af Sjanghaí.

Kínverska fréttastofan Tencent News hefur eftir fólki sem fylgdist með upptökunni að Gao hafi hrópað í miðjum eltingarleik að hann gæti ekki hlaupið meir, áður en hann hægði ferðina og hneig niður. Bráðaliðar og læknar reyndu að endurlífga hann í meira en tvo tíma. Þá segir fréttastofan Sina að Gao hafi veri kvefaður á meðan tökur stóðu yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson