Ed Sheeran sýndi rómantísku hliðina

Ed Sheeran raular í Laugardalnum í ágúst sl.
Ed Sheeran raular í Laugardalnum í ágúst sl. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsvinurinn Ed Sheeran kann sitthvað fleira en að fylla leikvanga af æstum aðdáendum. Það sýndi hann í vikunni.

Sheeran setti Íslandsmet í ágúst er hann fyllti Laugardalsvöllinn og fór svo langt með að gera það aftur. Seldi alls um 50 þúsund miða, að því er sagt var.

Sheeran og eiginkona hans, Cherry Seaborn, reyna að halda sér utan kastljóssins.

Það vakti því athygli þegar þau létu sjá sig á Portman Road Stadium, heimavelli Ipswich Town, í vikunni. Liðið lék gegn Wycombe Wanderers og lauk leiknum með markalausu jafntefli.

Sýndu þau hjónin lit sem stuðningsmenn Ipswich - mættu bæði í bláum skyrtum.

Þau hjónin hafa tekið upp veskið að undanförnu. Þannig hafa þau keypt nokkur hús nærri landareign sinni í Suffolk til að fá næði.

Meðal annars hyggjast þau láta reisa stærðarinnar bænahús. 

Eignir Sheeran hafa verið metnar á tæpa 27 milljarða króna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú hafir mikið að gera máttu ekki vanrækja sjálfan þig. Reyndu að ýta efasemdunum frá þér og minna þig á að þú átt allt gott skilið.