Flétta af ólíkum sögum

„Það má sín lítils að geta tjáð sig ef þú …
„Það má sín lítils að geta tjáð sig ef þú getur ekki tjáð það sem í hjarta býr,“ segir Pedro Gunnlaugur Garcia um bók sína Málleysingja. mbl.is/Hari

Málleysingjarnir er fyrsta skáldsaga Pedro Gunnlaugs Garcia. Bókin er viðamikil og óvenjuleg en í henni fléttast saman ólíkar sögur fólks og greinilegt að mikil vinna hefur verið lögð í bókina. Sagan gerist að hluta til í Rúmeníu undir lok síðustu aldar en einnig hér á landi á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar.

„Það sem fyrir mér er stórt þema í bókinni er að leiða í ljós erfiðleika fólks við að tengjast öðrum og tjá sig. Þetta er að miklu leyti fólk sem ber mikla hlýju til annarra en hún er læst inni og þau finna enga leið til þess að tjá hana,“ segir Pedro.

Pedro segir titil bókarinnar vera nokkuð lýsandi fyrir söguna. „Þetta er orð sem haft um dýrin oft og í bókinni eru málleysingjar af ýmsum toga. Það eru börn með málþroskaröskun og fólk sem getur illa tjáð sig. Undirliggjandi meiningin er líka sú að fólk getur tjáð sig og talað en ef það sem mestu máli skiptir fær aldrei að koma fram er það oft ekki til mikils. Það má sín lítils að geta tjáð sig ef þú getur ekki tjáð það sem í hjarta býr, ef þú getur ekki sagt einhverjum hvað þér þyki vænt um hann.“

Skrifaði hvorki né las í áratug

Eins og áður sagði hefur mikil vinna verið lögð í bókina. „Ég hafði áður fyrr alltaf verið að skrifa og átti ótal stílabækur sem voru fullar af ljóðum, smásögum og tvö drög af skáldsögum. En svo þegar ég var 19 ára ákvað ég að brenna þetta allt og snúa baki við allri svona vinnu. Ég skrifaði ekki neitt og las varla milli tvítugs og þrítugs.

Þá greip mig sterk tilfinning um að ég væri að sóa lífi mínu ef ég fengist ekki við þetta. Ég fann að þetta var eitthvað sem mig vantaði og ég fengi enga fullnægju í öðru, sama hvað það var. Ég fór þá að velta fyrir mér hvað ég myndi gera ef ég fengi tækifæri til að gera eina bók. Ég lagðist í undirbúningsvinnu í svona ár áður en ég setti staf á blað.

Ég ferðaðist til Rúmeníu og reyndi að læra tungumálið og safnaði mér alls kyns hugmyndum af fólki, persónum og atvikum; dramatískum og fyndnum. Ég ákvað að taka svolítinn séns með formið; að hafa hana þrískipta þar sem fyrsti hluti fjallaði um eitt sett af karakterum og annar hluti annað sett af karakterum og í þriðja hluta myndu örlög þeirra fléttast saman. Mig langaði að taka einhverja áhættu með stílinn; bregða út af vananum og tefla fram einhverju óvenjulegu.“

Nánar má lesa um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes