Jólaspá Krabbans: Hlustaðu og taktu eftir

Elsku krabbinn minn, þú ert búinn að taka svo margar ákvarðanir undanfarið og það hafa verið merkilegar breytingar í kringum þig og allt breytist við að taka ákvörðun, svo þú mátt ekki velta fyrir þér orðinu kannski, það er annaðhvort já eða nei, ekkert bull eða kjaftæði.

Skoðaðu afskaplega vel hvað fólk er að segja við þig og hvað fólk telur að þú getir, því þú sérð ekki alveg nákvæmlega hvernig þú ætlar að stíga næsta skref, en fólkið í kringum þig mun sýna þér hvað þú getur og þá þarftu að hugsa, já akkúrat.

Ég á alveg ofboðslega góða vinkonu í krabbanum og ég hitti hana ásamt hópi fólks nýverið þar sem henni var bent á að bjóða sig fram sem forseta, og svo sannarlega tel ég hún væri góður kandídat til þess, og þótt það sé kannski ekki leiðin sem hún mun fara voru þetta skilaboð frá alheiminum um að hún gæti allt sem hún vildi.

Taktu eftir skilaboðunum sem þú færð á næstunni og hefur fengið undanfarið því þau eru að segja þér eitthvað svo magnað og mikið, svo hlustaðu.

Þú hefur fullan rétt á því að láta fólk fara í taugarnar á þér og núna þarftu mikinn frið og ró til þess nákvæmlega að geta sinnt því sem þú vilt gera. Þú veist hverjir standa með þér og taktu vel eftir þeim sem tala illa um fólk í kringum sig; það eru þeir sem tala líka illa um þig. En þá ýtirðu bara á delete-takkann um stund því þú þarft ekki á neikvæðni að halda.

Jólamánuðurinn verður þér góður, þér hlýnar í hjarta þínu og þú færð verðskuldaða athygli frá þeim sem skipta þig máli. Það er mikil rómantík í kringum þig enda elskar þú allar árstíðir, munt hafa mikið af kertum í kringum þig og byggja heimili þitt upp svo fallega og í þessari tilfinningu er falin mikil ást, svo þetta fer allt vel. Og láttu það ekki skipta þig neinu máli hvar þú ert staddur í dag, heldur hvert þú stefnir.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes