Jólaspá Tvíburans: Aukakraftur og frelsi

mbl.is

Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í tímabil þar sem lífið mun gefa þér raflost og pottþétt vekja þig, sama hvaða þyrnirósarsvefni þú sefur. Það er fullt tungl í þínu merki þann 12. desember og þá fáið þið aukakraft til að geta snert stjörnurnar.

Þessi kraftur verður sterkari og sterkari með hverjum degi sem líður og þér finnst að þú sért með eitthvert óútskýrt frelsi eða kannski útskýrt frelsi, það er að enginn haldi þér niðri og þú finnur með hverjum andardrætti hvað súrefnið er betra en áður.

Þú færð þá tilfinningu að þú sért kominn í mark, þú sért að taka við verðlaunum og þér líður svo vel í öllum þínum frumum, þetta hefur svo mikil áhrif á allt þitt kerfi að veikindi geta vikið í burtu. Það virðist sem þú þurfir að breyta plönum þínum á síðustu stundu, en þú verður svo 100% ánægður með það þegar þú skoðar betur.

Ekki sýna dauðum hlutum mikla athygli og alls ekki elska þá út af lífinu, því þó þú tapir einhverju veraldlegu drasli þá skaltu láta það vera alveg merkingarlaust í huga þínum, því þú færð eitthvað svo miklu betra í staðinn. Í öllu þessu sem er að gerast skaltu sýna eins mikinn samhug og þú getur, með öllu því fólki sem er í kringum þig sama hvar það er á vegi statt, þetta tengir orku þína og afl hinu góða miklu betur.

Það sem tengist ástinni hjá þér er beintengt orðinu traust, ef þér finnst að það sé ekki tengt þeim sem þú elskar þá þarftu að endurhugsa málið og ef þú ert á lausu ertu með næga útgeislun til þess að tæla til þín þann sem þú vilt, en þú þarft að hreyfa við ástinni, hún gerir það ekki sjálf.

Jólaknús til þín!

Sigga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Fyrstu kynni fela oft í sér margvíslegar vísbendingar. Treystu á hæfileika þína og vertu óhræddur að breyta til.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Ragnar Jónasson
2
Harry Whittaker og Lucinda Riley
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes