Leikarinn Danny Aiello dáinn 86 ára að aldri

Leikarinn Danny Aiello er fallinn frá.
Leikarinn Danny Aiello er fallinn frá. Ljósmynd/Wikipedia.org

Leikarinn Danny Aiello, sem var meðal annars tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir túlkun sína á Sal í kvikmyndinni Do The Right Thing, er látinn 86 ára að aldri. Hann lést á sjúkrastofnun í New Jersey, að því er segir í tilkynningu frá fjölskyldu hans. Fréttamiðillinn CNN greinir frá.  

Aiello lék í fjölmörgum kvikmyndum á ferli sínum, meðal annars í hinni goðsagnakenndu kvikmynd Guðföðurnum II eftir Francis Ford Coppola. Þar lék hann glæpamann en hann lýsti sjálfur í ævisögu sinni að hann hefði hætt í skóla og verið í slagtogi við glæpagengi þar sem hann tók þátt í ýmsu vafasömu, meðal annars ránum.  

Aiello fæddist í New York. Móðir hans var ítölsk og hann var yngstur sex systkina. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að taka ákvarðanir varðandi íbúðakaup. Hafðu trú á getu þinni til að skapa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson