Ein íslensk mynd á listanum

Agnes Joy var eina íslenska myndin á lista yfir 20 …
Agnes Joy var eina íslenska myndin á lista yfir 20 þúsund aðsóknarmestu myndirnar í fyrra.

Aðeins ein íslensk kvikmynd rataði inn á listann yfir þær 20 tekjuhæstu í kvikmyndahúsum hér á landi á síðasta ári. Það var kvikmyndin Agnes Joy sem rúmlega tólf þúsund manns sáu. Hafnaði Agnes Joy í sautjánda sæti á lista yfir tekjuhæstu myndirnar í kvikmyndahúsum.

Samkvæmt upplýsingum frá Frísk, sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús, voru 16 íslenskar myndir sýndar í kvikmyndahúsum árið 2019. Er það sami fjöldi og árið 2018. Þrátt fyrir þetta fóru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildarmyndum niður um 68% milli ára. „Tæp 54 þúsund manns keyptu sig inn á íslensk verk samanborið við 164 þúsund árið 2018. Hér munar mest um gott gengi kvikmyndanna Lof mér að falla og Víti í Vestmannaeyjum, sem sýndar voru á árinu 2018. Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er því einungis 4,8%, sem er það lægsta síðan 2015,“ segir í samantekt Frísk.

Samtals nam miðasala í íslenskum kvikmyndahúsum 1.580.370.576 krónum, sem er 12% lækkun frá árinu á undan. Alls lögðu 1.267.298 manns leið sína í kvikmyndahús á árinu og er það um þrjár og hálf bíóferð á hvert mannsbarn í landinu.

Avengers tekjuhæsta myndin

Tekjuhæsta mynd síðasta árs var Avengers (Endgame), sem halaði inn 92 milljónir króna. Það gerir hana að fimmtu tekjuhæstu kvikmynd í kvikmyndahúsum síðasta áratuginn. Alls sáu rúmlega 66 þúsund manns myndina. Næstar á eftir í vinsældum voru The Lion King (68 þúsund gestir), Joker (52 þúsund gestir), Frozen 2 (49 þúsund gestir) og nýjasta Star Wars-myndin, The Rise of Skywalker (36 þúsund gestir).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.