Ugla fær sitt stærsta hlutverk á ferlinum

Ugla Hauksdóttir er mjög spennt fyrir næsta verkefni sem verður …
Ugla Hauksdóttir er mjög spennt fyrir næsta verkefni sem verður það stærsta á hennar ferli. Ljósmynd/Aðsend

Ugla Hauksdóttir, leikstjóri og handritshöfundur, hefur verið ráðin til að leikstýra tveimur þáttum í nýrri þáttaröð streymisveitunnar Amazon sem heita The Power. Þættirnir verða byggðir á samnefndri bók breska rithöfundarins Naomi Alderman. Ugla segir verkefnið það stærsta sem hún hefur fengið tækifæri til að taka þátt í.

Miðillinn Deadline greinir frá þessu. Þar kemur fram að einvalalið framleiðenda, leikstjóra og leikara muni koma að framleiðslu þáttanna og er ljóst að orðspor Uglu er orðið gott og mikið þegar slík tækifæri lenda á hennar borði.

Bókin, sem þættirnir munu byggjast á, gerist í okkar heimi en þó með þeim mun að konur fá óvænt þann mátt að geta gefið rafstuð.

Saga kvenna sem tengjast innbyrðis

„The Power er dystopískt drama með vott af vísindaskáldskap og húmor. Sagan tengir konur víðs vegar um heim þegar þær öðlast þann mátt að geta gefið rafstuð,“ útskýrir Ugla.

Hún bætir því við að tökur muni fara fram víða um heim og hún geti vart beðið eftir því að fá tækifæri til að flakka um heiminn og skjóta í löndum sem hún hefur ekki heimsótt áður. 

Ugla Hauksdóttir leikstýrði tveimur þáttum í annarri þáttaröðinni af Ófærð.
Ugla Hauksdóttir leikstýrði tveimur þáttum í annarri þáttaröðinni af Ófærð. Ljósmynd/Aðsend

Sama framleiðslufyrirtæki og gerði Chernobyl

Ugla var nýbúin að leikstýra þremur þáttum annarrar þáttaraðar fyrir Amazon sem bera nafnið Hanna. Meðan á því verkefni stóð dvaldi hún í sjö mánuði í Lundúnum og var hún beðin um að koma í viðtal fyrir nýja þáttaröð sem hún vissi lítið um.

„Þegar mér var boðið viðtalið vegna The Power var ég í London að klippa sjónvarpsþættina mína þrjá fyrir Amazon-seríuna Hanna. Ég gerði mér ekki grein fyrir mælikvarða þessarar þáttaraðar enda óraunverulegt að fá svona stórt verkefni upp á borð. Þegar ég fór að segja samstarfsfólki mínu frá verkefninu var ég hins vegar fljót að átta mig á að The Power er eitt eftirsóttasta verkefnið sem framleitt verður í London á þessu ári,“ segir Ugla og bætir við:

„Það er náttúrulega alveg magnað að vera tiltölulega nýbyrjuð að vinna við sjónvarpsleikstjórn og vera komin í eina flottustu þáttaröð sem framleidd verður í Evrópu á þessu ári. Bókin er í miklu uppáhaldi hjá mörgum og því mikil eftirvænting.“ Sjónvarpsserían er framleidd af Sister Pictures sem framleiddi meðal annars Chernobyl.

Spenntust fyrir að vinna með fyrirmyndinni

Leikararnir sem Ugla kemur til með að leikstýra eru ekki af verri endanum en þeir verða meðal annars Leslie Mann, John Leguizamo, Auli’i Cravalho, Toheeb Jimoh, Ria Zmitrowicz og Halle Bush. Nina Gold (Game of Thrones) og Carmen Cuba (Stranger Things) sjá um leikaraval. Ugla sjálf er spenntust fyrir að vinna með leikstjóranum Reed Morano.

„Reed Morano (The Handmaid‘s Tale) er leiðandi leikstjóri seríunnar og setur því upp listræna sýn fyrir þættina sem aðrir leikstjórar fylgja. „Reed er einn flottasti leikstjórinn í bransanum og hefur lengi verið mikil fyrirmynd mín. Það er magnað að fá tækifæri til að vinna með henni og stúdera hennar hugmyndavinnu,“ útskýrir Ugla. 

„Reed er með einstakan hæfileika til að setja upp áhugaverðan og mjög sjónrænan heim. Stíliseringin var mjög einkennandi og falleg í Handmaid‘s Tale og ég er því mjög spennt að sjá hvað hún gerir við The Power,“ bætir hún við að lokum.

Ugla á setti við tökur á Ófærð.
Ugla á setti við tökur á Ófærð. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú finnur til einmanaleika og einangrunar. Biddu um aðstoð, það er engin skömm að því. Börnin krefjast athygli þinnar sem aldrei fyrr.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes