Greindist með heilaæxli í krabbameinsmeðferð

Móðir tónlistarkonunnar greindist með heilaæxli á meðan hún var í …
Móðir tónlistarkonunnar greindist með heilaæxli á meðan hún var í krabbameinsmeðferð. AFP

Tónlistarkonan Taylor Swift greindi frá því nýlega að heilaæxli hefði uppgötvast í höfði móður hennar, Andreu. Heilaæxlið fannst á meðan hún er í meðferð við krabbameini.

Í nýju viðtali við Variety um heimildarmyndina Miss America sem kemur út á næstu misserum greindi Swift frá veikindum móður sinnar.

„Allir elska mömmu sína. Mömmur allra eru mikilvægar. En fyrir mig er hún leiðarljósið í lífi mínu. Ég tala við hana um eiginlega hverja einustu ákvörðun sem ég tek. Þannig það var mjög mikið mál fyrir mig að tala um veikindi hennar,“ sagði Swift.

„Hún var í krabbameinsmeðferð, og það er nógu erfitt fyrir manneskju að ganga í gegnum. Á meðan hún var í meðferðinnni fundu þeir svo heilaæxli. Og það sem fylgir því að greinast með heilaæxli er allt annað en það sem við höfðum upplifað með krabbameinið. Þannig að þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir fjölskylduna,“ sagði Swift.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.