Drottningin er búin á því andlega og líkamlega

Elísabet Englandsdrottning er þreytt á veseninu.
Elísabet Englandsdrottning er þreytt á veseninu. AFP

Mikið hefur gengið á í bresku konungsfjölskyldunni síðustu misseri og er Elísabet Englandsdrottning sögð vera uppgefin bæði andlega og líkamlega.

„Hún er uppgefin bæði líkamlega og andlega. Hún er að verða 94 ára í apríl og er komin á þann aldur að hún ætti að fara að geta tekið því rólega og haft það notalegt í faðmi ástvina,“ sagði heimildarmaður Us Weekly

Ákvörðun Harry Bretaprins og Meghan um að segja sig frá konunglegum skyldum hefur haft mikil áhrif á drottninguna. „Dramað hættir ekki. Hún er mjög þreytt á þessu,“ sagði heimildarmaðurinn. 

Harry og Meghan munu formlega ljúka störfum 31. mars en þau munu vera viðstödd fjölda viðburða á komandi vikum. Þau hafa eytt síðustu vikum í Kanada og Bandaríkjunum en eru nú komin aftur til Bretlands. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að temja sér meiri þolinmæði. Gakktu hægt um gleðinnar dyr. Verið viss um hvað þú vilt þegar þú ert spurð/ur.