Nefndur eftir læknunum

Boris Johnson og Carrie Symonds.
Boris Johnson og Carrie Symonds. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og unnusta hans, Carrie Symonds, hafa gefið nýfæddum syni sínum nafn. Wilfred Lawrie Nicholas Johnson heitir eftir forfeðrum og læknunum sem önnuðust Johnson á sjúkrahúsinu vegna COVID-19.

Wilfred Lawrie Nicholas Johnson fæddist á miðvikudag aðeins nokkrum dögum eftir að faðir hans sneri til vinnu að nýju eftir alvarleg veikindi af völdum kórónuveirunnar. 

Symonds birti mynd á Instagram af henni með drenginn. „Ég kynni Wilfred Lawrie Nicholas Johnson sem fæddist 29.04.20 klukkan 9 að morgni," skrifar hún. 

„Wilfred eftir afa Boris, Lawrie eftir afa mínum, Nicholas eftir Dr Nick Price og Dr Nick Hart— læknunum tveimur sem björguðu lífi Boris í síðasta mánuði,“ skrifar Symonds.

Hún þakkaði starfsfólki fæðingardeildar UCLH háskólasjúkrahússins sem sinnti fjölskyldunni.

Tilkynning um fæðingu drengsins kom ýmsum á óvart því flestir töldu að nokkrir mánuðir væru í fæðingu. Þetta er fyrsta barn Symonds en Johnson á að minnsta kosti fimm börn, þar af fjögur með seinni eiginkonu sinni Marina Wheeler en þau skildu árið 2018. 

Johnson mun fara í fæðingarorlof að sögn talsmanns hans en parið er fyrsta ógifta parið sem býr saman í húsnæði forsætisráðherra í Downing stræti og drengurinn er þriðja barnið sem starfandi forsætisráðherra eignast í Bretlandi.

Carrie Symonds og Wilfred Lawrie Nicholas Johnson.
Carrie Symonds og Wilfred Lawrie Nicholas Johnson. Instagram-síða Carrie Symonds
mbl.is
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.
Vika 22 Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Yrsa Sigurðardóttir
3
Unnur Lilja Aradóttir
4
Steindór Ívarsson
5
Anna Sundbeck Klav

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Að gera alltaf það sama og búast við nýjum niðurstöðum er ekki leiðin til framfara. Mundu að sókn er besta vörnin.