Verður Ungfrú Ameríka í tvö ár

Camille Schrier brýtur blað í sögu Miss America.
Camille Schrier brýtur blað í sögu Miss America. Miss America Organization

Ungfrú Ameríka, Camille Schrier, verður sú fyrsta til þess að bera titilinn í tvö ár samfleytt, 2020 og 2021. Þetta er niðurstaðan eftir að keppninni í ár var aflýst vegna kórónuveirunnar. 

„Það er eins gott að ég endi sem spurning í Jeopardy,“ segir Schrier í viðtali við People en hún var krýnd ungfrú Ameríka í desember á síðasta ári.

„Þetta er í rauninni mjög dæmigert fyrir mig en ég hef alltaf valið mér óhefðbundnar leiðir,“ en Schrier braut blað í sögu keppninnar þegar hún sýndi efnafræðitilraun í hæfileikahluta keppninnar. 

„Ég tek því fagnandi að gera hlutina öðruvísi en aðrir. Það er mikilvægt að ungt fólk sjái að það sé hægt. Stundum finnst okkur eins og við eigum að vera eins og aðrir.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Taktu hlutunum eins og þeir eru sagðir og reyndu ekki að kryfja þá til mergjar. Gakktu samt varlega fram því sígandi lukka er best og tryggir heill og hamingu.